Á Reykjanesi

iceland_day_5_leidarendi_andersnyberg-2.jpg

Hverasnorkl og hellaskoðun

Í vatni og í helli

Hverasnorkl og hellaskoðun

Þessi ferð er fullkomin fyrir þá sem eru forvitnir um íslenska náttúru. Í þessari ferð ferðu í gegnum hraun og hverasvæði sem er yfir 2000 ára gamalt!

Vissir þú að allir geta snorklað sem kunna að synda. Snorklarar þurfa engin réttindi. Aldurstakmark er 12 ára. Snorklarar fá þykkan undirgalla og þurrbúning þannig að fólk er hlýtt og þurrt á meðan á snorklinu stendur.

Yfirleitt eru hverasvæði of heit til þess að snorkla þar en Kleifarvatn er einstakt að því leiti að þar er hægt að snorkla og sjá flottar loftbólur út um allt. Í aðeins hálftíma keyrslu úr bænum er hægt að upplifa eins og að vera á annarri plánetu. Þessi flotti snorkl staður var uppgötvaður frekar nýlega. Mjög fáir eru á svæðinu þannig að tilfinningin er eins og að vera ein(n) með náttúrunni.

Til að sjá flottustu loftbólurnar þarf að ganga 800 metra og synda tæpa 50 metra. Við gerum okkur klár alveg við vatnið þar sem sjást hvítir og gulir litir frá hverasvæðinu. Um leið og við syndum að staðnum þá sjáum við og finnum fyrir breytingum í vatninu og loftbólurnar fara að sjá sig. Margir hafa líkt þessari upplifun eins og að snorkla í kampavínsglasi!

Þegar við komum upp úr vatninu fáum við okkur heitt súkkulaði, smákökur og ekta íslenskt snarl með! Áður en við höldum heim í bæinn stoppum við á Seltúni til að skoða alla þá regnbogans liti sem þar eru.

Að lokum höldum við leið okkar í hellin Leiðarendi í Hafnarfirði til að fá að skoða hraunið enn betur! Þessi hellir varð til eftir eldgos þar sem að hraunið kólnaði hratt og myndaði þessa hella í jörðinni. Með búnaði og vasaljósum er þessi ferð alveg einstök! Hér er mikilvægt að vera með góða gönguskó.

Þessi ferð hentar vel fyrir allar tegundir hópa. Hver leiðsögumaður fer með 8 snorklara í einu í vatnið, en við skipuleggjum það þannig með stærri hópa að allir séu að koma upp úr á svipuðum tíma. Við höfum mikla reynslu af því að leiðsegja um Kleifarvatn og Leiðarenda og kunnum að láta hlutina ganga vel fyrir hópa.

Ef þú hefur áhuga á að bjóða hópnum þínum í mat og drykk eða partý þá er kjörið að halda það í Aurora Basecamp Kúlunum sem eru á Krýsuvíkurveginum stutt frá Kleifarvatni og Leiðarenda. Staðurinn er einstakur en sjón er sögu ríkari.

Nánari upplýsingar

  • Við getum sérsniðið þessa ferð að þörfum þínum

  • 6 klukkutímar

  • Í boði eftir pöntunum milli 1.apríl til 30.september, við finnum tíma sem hentar hópnum þínum

  • Aðeins 8 manns með hverjum leiðsögumanni en við getum farið með marga 8 manna hópa

  • Hámark 8 gesti á hvern leiðsögumann í hellaskoðun

  • Fríar myndir fylgja öllum hópaferðum

  • Verðið miðast við 10 manns, við finnum rétta verðið ef þú ert með stærri hóp

  • Hafðu samband á [email protected] til að bóka hópinn þinn

Vinsamlegast mætið með:

  • Föðurland - buxur og bol eða þykk undirföt
  • Ullarsokka
  • Fatnað sem hentar veðri
  • Augnlinsur ef þið notið gleraugu að staðaldri
  • Gönguskó

Innifalið í verðinu:

  • Leiðsögn um Kleifarvatn
  • Allur nauðsynlegur búnaður til þess að Snorkla
  • Ekta íslenskt snarl
  • Leiðsögn um Leiðarenda
  • Allur nauðsynlegur búnaður fyrir hellaferð

Ekki innifalið í verðinu:

  • Skutl til og frá Kleifarvatni (við getum gefið þér tilboð í veitingar og/eða akstur)
  • visa.png
  • mastercard.png

Öryggisreglur

Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að
  • hafa lesið Snorkeling Heilsufarsyfirlýsinguna, fyllt hana út og skrifað undir áður en farið er í ferðina PDF

  • hafa fengið undirskrift læknis um að þú sért hæfur til þess að snorkla ef þú ert 60 ára eða eldri PDF

  • Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu í byrjun ferðar PDF

  • vera minnst 150 cm eða mest 200cm

  • vera minnst 45kg og ekki þyngri en 120kg

  • passa í búning sem er á stærðartöflunni okkar PDF

  • vera 12 ára

  • vera öryggur í vatni og kunna að synda

  • líkamlega og andlega heilbrigðir

  • vera tilbúnir að klæðast þröngum og jafnvel hamlandi þurrgalla

  • geta talað ensku

  • ekki vera barnshafandi

Upplifðu ferðina

Loading YouTube Player...

Þú munt stoppa hér

Kleifarvatn lake

Leidarenði cave

Open in Google Maps

Algengar spurningar

Þú gætir haft áhuga á þessu