caving-aurora-basecamp.jpg

Hellaskoðun og Aurora Basecamp

Frábær ferð fyrir vinnustaði og vinahópa

Hraun, norðurljós og samvera

Frábært fyrir hópefli

Í þessari ferð förum við í hellinn Leiðarenda á Reykjanesi. Þessi hellir varð til eftir eldgos þar sem að hraunið kólnaði hratt og myndaði hella í jörðinni. Hellirinn er um 1000 metra langur og þar má finna allar algengustu gerðir hrauna hér á landi. Með búnaði og vasaljósum er þessi ferð alveg einstök! Hópurinn skoðar allskonar útgáfur af rauðum, gulum og jafnvel fjólubláum steinum. Við munum skoða okkur um í Leiðarenda í um klukkutíma og mælum því með að vera í góðum gönguskóm.

Eftir hellaferðina höldum við í Aurora Basecamp Norðurljósasetrið, í Hafnafirði. Þar er boðið upp á leiðsögn í Myrkragerðið (Dark Park) þar sem hægt er að sjá raunvirkni norðurljósanna í einstökum Norðurljósasúlum. Auk þess færðu góð ráð hvernig best er að taka mynd af norðurljósum og hvernig á að finna þau.

Innifalið í þessari ferð er u.þ.b. 1 klukkutími í Aurora Basecamp og kaffi fyrir hópinn þinn.

Ef þú hefur áhuga á að bjóða hópnum þínum í mat og drykk eða partý, frekar en kaffi, þá er einnig kjörið að halda það í Aurora Basecamp. Hægt er að panta mat frá samstarfsaðilum okkar. Hafðu samband á [email protected] ef þú vilt vita meira.

Nánari upplýsingar

  • Við getum sérsniðið þessa ferð að þörfum þínum

  • 3 - 4 klukkutímar

  • Í boði eftir pöntunum, við finnum tíma sem hentar hópnum þínum

  • Aðeins 8 manns með hverjum leiðsögumanni en við getum farið með marga 8 manna hópa

  • Verðið miðast við 10 manns, við finnum rétta verðið ef þú ert með stærri hóp

  • Hafðu samband á [email protected] til að bóka hópinn þinn

Vinsamlegast mætið með:

  • Ullarsokka
  • Fatnað sem hentar veðri
  • Gönguskó

Ekki innifalið:

  • Skutl til og frá Reykjavík
  • Veitingar

Innifalið í verðinnu:

  • Leiðsögn um Leiðarenda helli
  • Allur nauðsynlegur búnaður fyrir hellaferð
  • Heimsókn í Myrkragerðið
  • U.þ.b. 1 klukkutími í Aurora Basecamp
  • Kaffi fyrir hópinn

Ekki innifalið í verðinu:

  • Skutl til og frá Aurora Basecamp (við getum gefið þér tilboð í veitingar og/eða akstur)
  • visa.png
  • mastercard.png

Öryggisreglur

Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að
  • vera líkamlega og andlega heilbrigðir

  • geta talað ensku

Upplifðu ferðina

Loading YouTube Player...

Þú munt stoppa hér

Leiðarendi Lava Cave

Aurora Basecamp

Open in Google Maps

Algengar spurningar

Þú gætir haft áhuga á þessu